Blogg um veturinn 2013-2014

Í vetur höfum við verið að læra í íslensku, ensku, stærðfræði og við höfum verið að gera allskonar verkefni, hér ætla ég að segja aðeins frá vetrinum mínum.

Í íslensku höfum við verið í stafsetningu, mál í mótun, skræðu og málrækt. Í stafsetningu þá erum við að æfa okkur í að skrifa rétt, við höfum líka verið í málrækt og mál í mótun. Í ferilritun skrifum við okkar eigin sögu t.d é gerði sögu með Þorbjörgu sem hét Gaspur draugur og í  yndislestri og þá erum við að lesa frjálsan lestur.

Í ensku höfum við verið  að taka próf, eitt munnlegt próf og í bókunum, Hickory, Dickory, Dock.

Í stærðfræði höfum við verið að teikna hvali á skólalóðina með krítum,búa til brú úr pappír og rörum, við lærðum almenn brot, prósentur, hnitakerfi, margföldun og deilingu, flatarmál og ummál, tölfræði og hugarreikning.

Við höfum líka verið að lesa Benjamín dúfu bókina og horfðum á myndina, tókum próf úr bókinni og bjuggum til skyldi og teiknuðum dýr á skildina sem lýsir okkur.

Í verk og list höfum við verið að gera púða í saumum, við gerðum hornhillu í smíðum, við vorum að baka og elda í matreiðslu, við teiknuðum fullt af myndum í myndmennt og svo vorum við að gera grímu og gifsdúkku í mótun.

Ljónið, nornin og skápurinn er bók sem við lásum og bjuggum til skáp sem innihélt fullt af Narníuverkefnum sem við vorum búin að gera.

Við vorum læra um allskonar getuna t.d: roðageitunga, holugeitunga, trjágeitunga o.s.fl. Við gerðum líka  geitungabók og sáum fullt af geitunga videoum sem kennarinn sýndi okkur.

Við fórum í vettvangsferðir t.d: fórum við í Boot camp með skólanum og það var geðveikt gaman. Við fórum í Bíó paradís og sáum heimildamynd um ísbirni og rostunga.

Í íþróttum vorum við oft í skotbolta og í síðasta tímanum fórum við í Tarzanleik, í sundi tókum við sund próf og annan hvern fimmtudag fengum við leiktíma og í útileikjum vorum við alltaf úti að leika okkur í t.d skotbolta, brennó, kíló og fleirri skemmtilegum leikjum.

 

Mér hefur liðið vel í skólanum vegna þess að ég á fullt af vinum og við gerum líka mikið skemmtilegt í skólanum.

Uppáhalds námsgreinin mín er verk og list því að ég læri svo mikið eins og í smíði lærir maður að smíða, í saumum erum við að læra að sauma, í myndmennt og mótum lærum við að mála, teikna, móta  og í matreiðslu lærum við að baka og elda.

Mér fannst ekkert erfitt á þessari skólaönn.

Það sem mér fannst standa upp úr (skemmtilegast) á þessari skólaönn var Benjamín dúfu bókin því að mér fannst bókin ótrúlega skemmtileg en samt sorgleg og mér fannst skildirnir sem við gerðum úr bókinni líka skemmtilegast.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband